Kirkjur gegn kynferðisbrotum

 

Um okkur
Ýmsar kristnar kirkjur hafa í samstarfi samþykkt starfsreglur sem taka skýrt fram að kynferðisáreitni og kynferðisofbeldi er ekki liðið.
Þau sem að þessu samstarfi standa vilja þekkja og vera meðvituð um þá áhættuþætti sem finnast í þessum málum. Þau vilja gera allt sem þau geta til að koma í veg fyrir kynferðisbrot á sínum vettvangi.
Í þeim tilgangi hafa kirkjurnar sameinast um stofnun fagráðs sem hægt er að vísa kynferðisbrotamálum til sem kunna að hafa átt sér stað innan kirknanna.
Einnig hafa kirkjurnar stofnað félag sem vinnur að fræðslu og forvörnum á þessu sviði.
Aðilar að félaginu geta verð kristnir söfnuðir, samfélög eða hreyfingar.
Kvörtun
Ef þú telur þig hafa orðið fyrir kynferðisbroti eða áreitni af hálfu starfsmanns kirkjunnar geturðu haft samband við fagráð og lagt fram kvörtun. Fagráðið skuldbindur sig til að sýna trúnað og fagmennsku.
Fyrsta skrefið er að senda línu á netfangið fagrad@trufelog.is með nafni þínu og símanúmeri.
Haft verður samband við þig eins fljótt og auðið er.
Bæklingur
Upplýsingabæklingur
baeklingur tmb

Deprecated: Non-static method JApplicationSite::getMenu() should not be called statically, assuming $this from incompatible context in /home5/adventj4/public_html/trufelog/templates/gk_cloudhost/lib/framework/helper.layout.php on line 149

Deprecated: Non-static method JApplicationCms::getMenu() should not be called statically, assuming $this from incompatible context in /home5/adventj4/public_html/trufelog/libraries/cms/application/site.php on line 272